Fara í innihald

Talgreining

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Talgreining er svið innan máltækni sem þróar aðferðir og tækni til að greina og þýða talað mál yfir í stafrænan texta. Skammstafanir eins og ASR (Automatic Speech Recognition) og STT (Speech to Text) eru einnig notuð um þetta svið. Talgreining samtvinnar þekkingu og rannsóknir ��r málvísindum, tölvufræðum og rafmagnsverkfræði.

Talgreinir fyrir íslenskt mál hefur verið þróaður af Google. Annar talgreinir fyrir íslenskt mál hefur verið þróaður í Háskólanum í Reykjavík í samstarfi við Alþingi og er sá talgreinir gefinn út með opnu hugbúnaðarleyfi.[1]

Íslenskur talgreinir var tekinn formlega í notkun á Alþingi á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2019. Talgreinirinn greinir ræður þingmanna.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Hersir Aron Ólafsson (4. mars 2019). „Gefa út íslenskan talgreini með opnu hugbúnaðarleyfi“. visir.is.
  2. Ragnhildur Þrastardóttir (16. nóvember 2019). „al­grein­ir skrif­ar ræður alþing­is­manna (mbl.is)“.