Fara í innihald

Spjall:Wikipedia

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Er allt Wiki efni vistað í annari heimsálfu en við búim í?

Er til afrit af Wiki efninu?

Hvernig er Öryggi Íslensku gagnanna háttað?

Hver eru samstarfsfélög Wiki verkefna á íslandi?

Er wiki verkefnið með skrifstofu á Íslandi?

Hver eru næstu skref sem Wiki samfélagið á íslandi ætlar að taka?

Hver svarar fyrir Wiki verkefni á Íslandi? Þetta óundirritaða innlegg var skrifað af 85.220.81.156 (spjall | framlög)

Ég væri líka til í að vita þetta. --Baldur Blöndal 25. janúar 2008 kl. 15:24 (UTC)[svara]
Segðu. --Akigka 25. janúar 2008 kl. 15:47 (UTC)[svara]
Svarið er já. --Steinninn 25. janúar 2008 kl. 15:53 (UTC)[svara]
Bara við öllu saman? :P --Baldur Blöndal 25. janúar 2008 kl. 15:59 (UTC)[svara]
Að því er ég best veit er svarið við fyrstu tveimur spurningunum já, efnið er vistað í Bandaríkjunum (Í Flórída, þar sem höfuðstöðvar Wikimedia eru) en öryggi íslensku gagnanna er ekki tryggt umfram öryggi annarra gagna. Þó veit ég að Þjóðdeild Landsbókasafns reynir að safna íslensku efni á netinu til varðveislu að mig minnir tvisvar á ári og e.t.v. hefur Þjóðdeildin því afritað íslensku Wiki-verkefnin. Þjóðdeildin verður að sjálfsögðu að svara því. Wiki-verkefnin eru ekki í samstarfi við neinn á Íslandi, eru ekki með skrifstofu á Íslandi (en það hefur þó komið til tals að stofna Íslandsdeild Wikimedia) og það svarar enginn sérstakur fyrir Wiki-verkefnin á Íslandi (a.m.k. ekki fyrr en Íslandsdeild Wikimedia verður stofnuð). Næstu skref sem íslenska Wiki-samfélagið ætlar að taka er ekki á hreinu. Búið er að nefna mögulega stofnun Íslandsdeildar en að öðru leyti held ég að stefnan sé bara sett á 30.000 greinar (við náum 20.000 í næsta mánuði að öllum líkindum). --Cessator 25. janúar 2008 kl. 16:06 (UTC)[svara]
Er allt Wiki efni vistað í annari heimsálfu en við búim í?
Ef við búum í Evrópu þá nei, mest af því er hýst í Tampa, Flórída í Norður Ameríku en hlutar í Amsterdam í Hollandi í Evrópu.
Er til afrit af Wiki efninu?
Já. Sjá m.a. [1].
Hvernig er Öryggi Íslensku gagnanna háttað?
Á sama hátt og allra hinna verkefnana, ef þér langar að fræðast um netþjónauppsetninguna geturu byrjað að lesa hér en ég er ekki að fara útskýra hvernig þessu er öllu háttað hér og nú.
Hver eru samstarfsfélög Wiki verkefna á íslandi?
Ég veit ekki til þess að Wikimedia eigi nein samstarfsfélög, hvað þá á Íslandi.
Er wiki verkefnið með skrifstofu á Íslandi?
Nei.
Hver eru næstu skref sem Wiki samfélagið á íslandi ætlar að taka?
Við gerum summuna af því sem hver og einn notandi vill gera, sem virðist vera að skrifa og bæta greinar eftir óskum hvers og eins.
Hver svarar fyrir Wiki verkefni á Íslandi?
Wikimedia, annars er þetta er samvinnuverkefni og er rekið í Bandaríkjunum (og Hollandi) en flestir notendur í þessum tiltekna hluta eru á Íslandi. --Ævar Arnfjörð Bjarmason 25. janúar 2008 kl. 16:06 (UTC)[svara]

kannski er hægt að uppfæra þessa síðu? Nýju vefþjónarnir frá Flórída eru frá 2004. :/

--Berserkur (spjall) 6. janúar 2020 kl. 21:55 (UTC)[svara]

Nafn greinarinnar

[breyta frumkóða]

Hvenær ætti að nota íslenska heitið, Wikipedía? Stundum er í-inu sleppt, m.a. í titlinum. Ég hef líka séð þetta ósamræmi í alls konar hjálparefni. Aegir23 (spjall) 31. júlí 2023 kl. 22:58 (UTC)[svara]