Fara í innihald

Spjall:Vigur (stærðfræði)

Innihald síðu er ekki stutt á öðrum tungumálum.
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Væri ekki réttast að umfjöllun um vigra væri almenn, en ekki einskorðuð við vigra í tveimur víddum? Eða er mikilvægara að hafa þetta auðvelt og aðgengilegt sem flestum, með því að hafa 2- og 3-víða vigra í útskýringum á reiknireglum, og vera svo með undirgrein (undirfyrirsögn) þar sem að útskýringarnar eru gerðar almennari fyrir n-ndir? Persónulega styð ég það að hafa smá almenna umfjöllun um vigra, svo skilgreiningar á reiknireglum fyrir alla n-víða vigra, svo dæmi sem eiga við um 2- og 3-víða vigra, þá helst með myndum. --Smári McCarthy 10. september 2005 kl. 13:46 (UTC)[svara]