Beint í aðalefni

Hvenær er besti tíminn til að heimsækja Bretlandi?

Ferðaráðleggingar

Upplýsingarnar á þessari síðu eru byggðar á fyrri meðaltölum og endurspegla hugsanlega ekki núverandi skilyrði. Hafðu samband við yfirvöld á svæðinu til að fá nýjustu ferðaráðleggingar

Lesa meira

Besti tíminn til að heimsækja Bretland er frá maí tilseptemberog í desember. Um mitt árið er hlýtt í veðri og því tilvalið að kíkja á vinsælustu viðburði Bretlands eða fara í vetrarferð í leit að jólaandanum.

Frá maí til september er ótrúlega hlýtt í veðri í Bretlandi, heiðblár himinn og dagarnir langir. Hægt er að fara með heimamönnum á helstu íþróttaviðburði, hátíðir og skrúðgöngur í sólinni. Það gæti rignt annað slagið en það er einfaldlega hluti af því að heimsækja Bretland. Í desember, þegar vetur konungur tekur öll völd, breytist Bretland í undraland í undirbúningi fyrir hátíðarnar. Veðrið úti gæti verið vont en notalegu krárnar, saðsami maturinn og jólamarkaðirnir eru eitthvað sem kætir og gleður.

Veður- og ferðaábendingar fyrir Bretlandi eftir mánuði

Þó jólagleðin sem einkenndi desember sé liðin hjá eru enn margar ástæður til að halda til Bretlands í janúar. Grár himinninn og rigningin gætu haft áhrif á skap svo það er nauðsynlegt að taka regnhlíf og regnkápu með á þessum árstíma.

Nýja árið í Bretlandi hefst með London Parade, þegar lúðrasveitir og skátahópar fylla strætin í West End. Annars staðar í Bretlandi, nánar tiltekið í Skotlandi, er haldin hátíð þann 25. janúar sem fagnar lífi og verkum skáldsins Robert Burns. Auk þess að fagna með heimamönnum hentar blautt janúarveðrið vel til þess að kanna helstu söfn og listagallerí Bretlands.

7°C

Hæsti

3°C

Lægsti

20 dagar

Úrkoma

Veðrið er yfirleitt kaldast í Bretlandi í febrúar og því er það besti tíminn til að eiga möguleika á að sjá þar snjó, sérstaklega í Skotlandi. Þar er einnig möguleiki á að sjá norðurljósin.

Hitastigið er lágt og það spáir yfirleitt rigningu í febrúar. Viðburðadagatalið er einnig frekar snautt í Bretlandi, fyrir utan Six Nations Rugby Championship-mótið sem er í fullu fjöri. Alþjóðlegir heimaleikir fara fram í London, Edinborg og Cardiff. Einnig er hægt að upplifa auðuga sögu og arfleifð York á Yorvik Viking Festival – víkingahátíð borgarinnar. Ef það er of kalt úti er alltaf hægt að setjast inn á einn af fjölmörgum veitingastöðum og pöbbum í Bretlandi.

7°C

Hæsti

2°C

Lægsti

16 dagar

Úrkoma

Blómin láta sjá sig í mars og minna á betri komandi tíð en meðalhiti í Bretlandi er í kringum 10°C. Hann getur auðveldlega lækkað niður í einn tölustaf svo það er best að undirbúa sig vel og hafa regnhlíf og hlý föt með í för.

Vorið hefst með mörgum viðburðum, meðal annars viku af hefðbundinni írskri og keltneskri tónlist á Féile an Earraigh-hátíðinni í Belfast. Einnig er haldið upp á ýmsa daga helgaða dýrlingum í mars. Skrúðgöngur og tónleikar eru haldnir í Wales á St. David’s Day. Einnig er hægt að halda til Írlands og taka þátt í hátíðarhöldunum fyrir St. Patrick’s Day í Belfast, London og í borgum víðsvegar um Bretland.

10°C

Hæsti

3°C

Lægsti

17 dagar

Úrkoma

Það er alltaf skynsamlegt að taka með sér regnhlíf til Bretlands, sérstaklega þegar apríl gengur í garð því þá er oft rigning í veðurkortunum. Það rignir alltaf annað slagið en það greiðir þó leiðina fyrir hlýrra loftslagi, heiðskírum himni og fersku lofti, fullkomið fyrir gönguferðir um sveitir Bretlands.

Gott er að nýta daga þegar hlýtt er í veðri til að horfa á eða taka þátt í maraþoninu í London eða hvetja áfram uppáhaldsliðið sitt í úrslitaleik skosku úrvalsdeildarinnar. Það er auðvelt að láta íþróttirnar ráða för þegar líður að úrslitaleikjum ensku úrvalsdeildarinnar en ýmis önnur afþreying er þó í boði í apríl. Vikulöng bókmenntahátíð er haldin í heimabæ Shakespeare, Stratford, árlega kvikmyndahátíðin í Belfast á sér stað og hægt er að njóta tónlistar og uppistands á Laugharne Weekend í Wales.

12°C

Hæsti

5°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Með batnandi veðri fara sýningar, úrslitaleikir í fótbolta og alls konar hátíðir fram undir berum himni í Bretlandi. Almennir frídagar í Englandi í byrjun og enda maí gætu hægt á vega- og almenningssamgöngum þar sem heimamenn gera sér glaðan dag á síðustu dögum vorsins.

Stór dagur á viðburðadagatali Englands er úrslitaleikur enska bikarsins sem fer fram á (vonandi) sólríkum laugardegi á Wembley-leikvanginum. Á fjölmörgum stöðum í landinu fara fram hátíðir og sýningar eins og listviðburðir sem standa yfir í þrjár vikur í Brighton, Kenswick Mountain Festival-hátíðin í Lake District og Chelsea Flower Show-sýningin. Lista- og bókmenntaunnendur verða að fjölmenna á Hay Festival-hátíðina í Wales. Í Belfast geta hlauparar sýnt hvað í þeim býr fyrsta sunnudaginn í maí á hverju ári.

15°C

Hæsti

7°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Sökum góða veðursins og fjörugrar viðburðadagskrárinnar er júní einn besti tíminn til að heimsækja Bretland. Þegar tímabil hátíða hefst og bjórgarðarnir opna dyrnar fyrir fólki er nauðsynlegt að taka með sólarvörn fyrir löngu dagana undir bresku og norður-írsku sólinni.

Hátíðirnar í júní eru einhverjar þær vinsælustu í Bretlandi. Það er úr mörgu að velja eins og West End Festival í Glasgow, klassísku tónlistarhátíðinni Gŵyl Gregynog í Wales, Isle of Wight-hátíðinni og rómuðu Glastonbury-hátíðinni. Að hátíðunum undanskildum ættu Pride-viðburðir og Trooping the Colour-athöfnin í London að vera ofarlega á tékklistanum – ásamt því að flatmaga og njóta veðursins í görðum víðsvegar um Bretland.

18°C

Hæsti

10°C

Lægsti

14 dagar

Úrkoma

Júlí er heitasti mánuður Bretlands og því eru dagarnir langir og tilvalið að nýta þá í skemmtilega afþreyingu utandyra. Það er nauðsynlegt að hafa sólarvörn með í för hvort sem ferðinni er heitið í skoðunarferð um borgina, sveitina eða á ströndina að slappa af.

Tennisæði grípur Bretland þegar stærstu tennisstjörnur heims keppa á grasvöllum Wimbledon. Áhorfendur hvetja áfram sinn mann eða konu meðan þeir gæða sér á jarðarberjum og rjóma – það er ómissandi bresk sumarupplifun. Í norðurhluta Englands fagna heimamenn öllu sem tengist landbúnaði á Great Yorkshire Show-sýningunni á meðan Wales býður gesti og gangandi velkomna á International Musical Eisteddfod-hátíðina sem stendur yfir í viku. Í Skotlandi má búast við fjölmenni í sjávarþorpum um leið og skólafríin byrja og jafnvel meiri mannmergð hinum megin við North Channel-sundið, á Belfast Pride-hátíðinni.

21°C

Hæsti

13°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Bretland kveður kannski sumarið í ágúst en glaðvær stemningin er ekkert að hægja á sér. Veðrið spilar líka stórt hlutverk þar sem meðalhitinn er um 21°C daglega. Það er nauðsynlegt að taka með sér næga sólarvörn, sérstaklega ef ferðast er til suðurhluta landsins þar sem hitinn getur verið vel yfir 20 gráðum og fer jafnvel aðeins yfir 30.

Það eru margar hátíðir í gangi í ágúst í Bretlandi svo það borgar sig að skoða aðstæður fyrirfram hvort sem planið er að fara á hátíðarnar eða forðast umferðarteppurnar í kringum þær borgir þar sem hátíðarnar eru haldnar. Á stöðum eins og Reading, Leeds, Brecon Beacons og Edinborg fara fram stórhátíðir í ágúst. London missir auðvitað ekki af neinu og heldur sitt eigið partí í formi Notting Hill Carnival. Í Liverpool er hægt að fagna stærsta tónlistarútflutningi borgarinnar þegar International Beatleweek er haldin.

20°C

Hæsti

13°C

Lægsti

15 dagar

Úrkoma

Í september fer veðrið að kólna og laufin að falla af trjánum, og Bretland klæðir sig í haustlitina. Mildara hitastig gerir þennan tíma tilvalinn til að kanna sveitina og dást að trjánum sem eru að taka á sig rauða, appelsínugula og gula liti.

Þeim sem vilja eitthvað hressara stendur til boða Great North Run-hlaupið í Tyneside, stærsta hálfmaraþon í heiminum hvað fjölda hlaupara varðar. Einnig ber að minnast á Brecon Beast, 70 km langa fjallareiðhjólaleið. Eftir slíka krefjandi útivist er nauðsynlegt að klæða sig vel á kvöldin þegar hitastigið lækkar talsvert. Á tískupöllunum á London Fashion Week má sjá hvað einkennir haust- og vetrarfatnað frá helstu hönnuðum og tískurisum.

17°C

Hæsti

10°C

Lægsti

16 dagar

Úrkoma

Haustið í Bretlandi lætur vel á sér kræla í október svo búast má við gráum himni, köldu veðri og rigningu. Heimamenn láta þó ekkert stöðva sig og stunda hrekkjavökupartíin og matarhátíðirnar og fara í gönguferðir um sveitina. Í regnjakka og með regnhlíf í hönd er auðvelt að tækla Bretland á haustin og fara út á lífið með heimamönnum.

Þeir sem láta rigninguna ekki á sig fá geta farið á ýmsa ómissandi viðburði sem eru í gangi í Bretlandi á þessum tíma árs. London rúllar út rauða dreglinum fyrir árlegu kvikmyndahátíðina sína og krár í Belfast verða eftirsóttari. Myndirnar af kennileitunum í Edinborg fá sjálfkrafa á sig íburðarmikinn og drungalegan blæ.

14°C

Hæsti

8°C

Lægsti

18 dagar

Úrkoma

Stuttir dagar, drungalegur himinn og mikil rigning gerir Bretland ekki að eftirsóttasta áfangastaðnum í nóvember. Færri heimsækja þó Bretland í köldu veðri og því ætti að vera auðveldara að kanna borgirnar, kennileitin og áhugaverðu staðina.

Einn viðburður sem gefur drunganum í Englandi smá lit er Guy Fawkes Night þann 5. nóvember þegar heimamenn minnast misheppnuðu landráðstilraunarinnar með flugeldum, brennum og stjörnuljósum. Remembrance Day þann 11. nóvember er mikilvægur dagur í Bretlandi en þá er minnst fallinna hermanna með þögn og minningarathöfnum. Borgarstrætin fyllast af fólki í lok nóvember þegar útsölurnar fyrir svarta föstudaginn hefjast. Þá verður hver að gera það upp við sig hvort hann leggi í að berjast í gegnum mannmergðina eða haldi sig frá kaupæðinu.

11°C

Hæsti

5°C

Lægsti

19 dagar

Úrkoma

Desember í Bretlandi snýst aðallega um hátíðarhöld tengdum jólum og áramótum í lok mánaðarins. Hátíðlegir fögnuðir gleðja hjartað en þykk úlpa og vettlingar er nauðsynlegur fatnaður til að verjast vetrarkuldanum.

Jólaljós prýða nánast hverja borg því kveikt var á flestum þeirra í nóvember en gluggarnir og skreytingarnar við Oxford Street í London eru engu líkar. Þegar jólagjafakaupunum er lokið er tilvalið að halda í Winter Wonderland í London eða Cardiff. Þar fer fram alls konar afþreying og hægt að skella sér á skauta eða í skemmtitæki og fá sér jólaglögg. Stutt er í nýársfögnuð þjóðarinnar – gestir geta kvatt árið með því að syngja Auld Lang Syne á Hogmanay-hátíðinni í Skotlandi.

9°C

Hæsti

4°C

Lægsti

20 dagar

Úrkoma

Veður og hitastig í Bretlandi

Besta veðrið fyrir heimsókn tilBretlands er á milli maí og september. Þó það sé aldrei hægt að spá fyrir heiðskírum dögum þá eru júlí og ágúst þeir hlýjustu í öllum héruðum Bretlands. Hitinn er mestur í Englandi, þar sem hitastigið fer upp í allt að 30 gráður á meðan hitastigið í Wales og Norður-Írlandi er svalara. Hitastigið lækkar töluvert í Bretlandi í desember, sérstaklega í Skotlandi. Þangað er best að halda fyrir þá sem eru á höttunum eftir snjó.

jan feb mar apr maí jún júl ág sept okt nóv des
London Hæsti 9°C 8°C 11°C 14°C 17°C 20°C 23°C 22°C 19°C 16°C 12°C 10°C
Lægsti 4°C 3°C 5°C 7°C 9°C 12°C 15°C 14°C 12°C 10°C 7°C 5°C
Úrkoma 20 dagar 16 dagar 17 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 16 dagar 19 dagar 20 dagar 20 dagar
Manchester Hæsti 7°C 6°C 9°C 11°C 14°C 17°C 20°C 19°C 16°C 13°C 10°C 8°C
Lægsti 2°C 2°C 2°C 4°C 7°C 10°C 12°C 12°C 9°C 8°C 5°C 4°C
Úrkoma 20 dagar 16 dagar 17 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 16 dagar 19 dagar 20 dagar 20 dagar
Edinborg Hæsti 7°C 7°C 9°C 11°C 13°C 16°C 19°C 18°C 16°C 13°C 9°C 8°C
Lægsti 2°C 2°C 2°C 4°C 6°C 9°C 11°C 11°C 9°C 6°C 4°C 3°C
Úrkoma 20 dagar 16 dagar 17 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 16 dagar 19 dagar 20 dagar 20 dagar
Liverpool Hæsti 8°C 7°C 10°C 12°C 15°C 17°C 20°C 19°C 17°C 15°C 11°C 9°C
Lægsti 4°C 3°C 3°C 5°C 8°C 11°C 14°C 13°C 11°C 9°C 6°C 5°C
Úrkoma 20 dagar 16 dagar 17 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 16 dagar 19 dagar 20 dagar 20 dagar
Glasgow Hæsti 7°C 7°C 9°C 11°C 14°C 16°C 19°C 18°C 16°C 13°C 9°C 8°C
Lægsti 2°C 2°C 3°C 4°C 6°C 9°C 11°C 11°C 9°C 7°C 4°C 3°C
Úrkoma 20 dagar 16 dagar 17 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 16 dagar 19 dagar 20 dagar 20 dagar
Birmingham Hæsti 8°C 7°C 10°C 13°C 15°C 18°C 22°C 20°C 18°C 14°C 10°C 9°C
Lægsti 2°C 1°C 2°C 4°C 7°C 10°C 12°C 12°C 9°C 8°C 5°C 4°C
Úrkoma 20 dagar 16 dagar 17 dagar 16 dagar 15 dagar 14 dagar 15 dagar 16 dagar 16 dagar 19 dagar 20 dagar 20 dagar

Veðurupplýsingar frá Forecast.io

Kostnaður við að dvelja í Bretlandi

Viltu ferðast á hagkvæman hátt? Hér getur þú séð hvað það kostar að dvelja í Bretlandi í hverjum mánuði fyrir sig.

    0 53 106 159 212
  • US$147 jan
  • US$160 feb
  • US$168 mar
  • US$182 apr
  • US$198 maí
  • US$214 jún
  • US$213 júl
  • US$195 ág
  • US$197 sept
  • US$188 okt
  • US$192 nóv
  • US$212 des
    0 53 106 159 212
  • US$141 jan
  • US$151 feb
  • US$165 mar
  • US$180 apr
  • US$196 maí
  • US$209 jún
  • US$212 júl
  • US$205 ág
  • US$194 sept
  • US$190 okt
  • US$189 nóv
  • US$222 des
    0 53 106 159 212
  • US$35 jan
  • US$39 feb
  • US$46 mar
  • US$51 apr
  • US$58 maí
  • US$61 jún
  • US$61 júl
  • US$66 ág
  • US$54 sept
  • US$52 okt
  • US$48 nóv
  • US$59 des
    0 53 106 159 212
  • US$150 jan
  • US$158 feb
  • US$173 mar
  • US$181 apr
  • US$200 maí
  • US$201 jún
  • US$224 júl
  • US$232 ág
  • US$195 sept
  • US$188 okt
  • US$177 nóv
  • US$219 des
    0 53 106 159 212
  • US$102 jan
  • US$110 feb
  • US$120 mar
  • US$126 apr
  • US$135 maí
  • US$139 jún
  • US$142 júl
  • US$140 ág
  • US$131 sept
  • US$123 okt
  • US$115 nóv
  • US$126 des

Bestu staðirnir til að heimsækja í Bretlandi

Kíktu á vinsælustu borgirnar, staðina og afþreyinguna í Bretlandi!

Þetta hafa aðrir ferðalangar að segja um fríið sitt í Bretlandi