VSO Consulting / VSÓ Ráðgjöf

VSO Consulting / VSÓ Ráðgjöf

Civil Engineering

Árangur - Framfarir - Forskot

About us

VSO Consulting provides its customers with comprehensive engineering and management consulting with the goals of ensuring them the most efficient solutions for each task that produce tangible results for them and an edge in their field. VSO Consulting’s offices in Iceland and in Norway currently employ a tight knit group of around 90 people, educated in the fields of engineering, environmental affairs, economics, landscape design and more.

Website
http://www.vso.is
Industry
Civil Engineering
Company size
51-200 employees
Headquarters
Reykjavík / Jessheim
Type
Privately Held
Founded
1958
Specialties
Environmental Management, Environmental Impact Assessment, Road & Street Design, Landscape Management, Geotechnical Engineering, Sports Facilities Design, Project Management, Design Management, Structural Design, Construction Engineering, HVAC, Electrical Systems, Landscape architecture, and BIM

Locations

Employees at VSO Consulting / VSÓ Ráðgjöf

Updates

  • Síðastliðna helgi var stærsta boðhlaup ársins, Holmenkollstafetten 2024, haldið í Osló í Noregi. Óhætt er að segja að götur Oslóborgar hafi fyllst við þetta tækifæri enda þátttakendur 72 þúsund talsins sem skiptust alls í 4.500 lið. VSÓ sendi nokkra vaska boðhlaupara keppnina sem með hetjuskap og frábærum keppnisanda luku keppni með glæsibrag. 😊🥂 ___ Forrige helg gikk startskuddet for Holmenkollstafetten 2024, et fantastisk arrangement og folkefest! Oslos gater ble fylt med 72 000 ivrige deltakere fordelt på 4500 lag og ble dette omtalt som verdens største løp i 2024. VSO Consulting stilte med et lag med stor lagånd, og vi klarte å gjennomføre stafetten med glans. 😊🥂

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for VSO Consulting / VSÓ Ráðgjöf, graphic

    664 followers

    VSO Consulting har et velutviklet geo- og miljøteam som er i stand til å tilby rådgivning og prosjektering av løsninger for ulike problemstillinger. Geoteknikkteamet består av fem geotekniker plassert på Island, Jessheim og Sandnes. Miljøteamet består av tre miljørådgivere plassert på Island og Jessheim. VSO Consulting har lang erfaring med oppdrag i både offentlig og privat sektor, og kan med utgangspunkt i vår robuste ekspertise tilby følgende tjenester: - Geoteknisk grunnundersøkelsesrapport - Geoteknisk prosjektering - Områdestabilitetsvurdering iht. NVE Veilederen 1/2019 - Uavhengig kontroll i tråd med TEK17/SAK10 og NVE 1/2019 - Miljøanalyse og plan for overvåking - Prøvetaking for miljøanalyser Ta gjerne kontakt med vår fagansvarlig, Gudjon Ørn Bjørnsson (gudjonorn@vso.no), for en uforpliktende samtale om hvordan VSO Consulting kan bistå med i ditt prosjekt. Se også ytterligere informasjon på https://lnkd.in/eSRwrEmD #vsoconsulting #geoteknikk #geotechnics #fundamentering #byggegrop #spunt #kvikkleire #ullensaker #sandnes #rogaland

    • No alternative text description for this image
  • Mikilvægt skref hefur nú verið stigið í átt að sjálfbærum byggingariðnaði með innleiðingu á samræmdri aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga (e. Life Cycle Assessment, LCA), breytingu á byggingarreglugerð og opnun rafrænnar skilagáttar HMS fyrir lífsferilsgreiningar. VSÓ Ráðgjöf vann fyrstu lífsferilsgreininguna sem FSRE skilaði í LCA-gáttina en hún var unnin sem liður í Svansvottun viðbyggingar hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði. Nánari upplýsingar m.a um þjónustu VSÓ við gerð lífsferilsgreininga má nálgast á https://lnkd.in/e_775THf

    • No alternative text description for this image
  • View organization page for VSO Consulting / VSÓ Ráðgjöf, graphic

    664 followers

    VSÓ lauk nýlega rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina um gagnvirka hraðahindrun sem sett var upp í Ólafsvík. Niðurstöður sýna að marktækur árangur náðist hvað varðar lækkun á hraða og að almenn ánægja var meðal vegfarenda með þessa nýju gerð hraðahindrunar. Hraðahindrunin er af gerðinni Actibump frá Edeva AB og virkni hennar er þannig að plata sígur niður ef keyrt er of hratt yfir hana. Ökumenn finna þá fyrir örlitlum óþægindum og fá þar með áminningu um að minnka hraðann. Einnig safnar hraðahindrunin ýmsum umferðartengdum upplýsingum í gagnagrunn sem nýst geta við ýmisskonar umferðarrannsóknir. Sjá nánar á: https://lnkd.in/e_CRx3Jp Vegagerðin - Icelandic Road and Coastal Administration Edeva

    • No alternative text description for this image
  • Sú skemmtilega hefð hefur skapast hjá VSÓ að í tilefni bóndadagsins færa konurnar hjá VSÓ körlunum glaðning og í tilefni konudagsins færa karlarnir hjá VSÓ konunum glaðning. Karlarnir voru sérlega hugmyndaríkir þetta árið og færðu konunum rauðar rósir af óvenjulegra taginu en eins og sjá má á myndunum eru þær byggðar úr Legókubbum! 😊 Við minnum ykkur á að konudagurinn er á sunnudaginn og að það er alveg tilvalið að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni þess! 💐

    • No alternative text description for this image
    • No alternative text description for this image
  • Umhverfismatskýrsla færslu Hringvegar (1) um vík í Mýrdal hefur verið gefin út og er nú aðgengileg í Skipulagsgátt. Kynningartími skýrslunnar er til 29. janúar n.k. og opið er fyrir athugasemdir um efni hennar til þess tíma, sjá nánar á https://lnkd.in/eWVY9F-5 Vegagerðin áformar uppbyggingu á Hringvegi (1) um Mýrdal en þörf er á endurbótum m.a. þar sem umferð um núverandi veg hefur aukist umtalsvert auk þess sem þéttbýlið í Vík hefur stækkað með tilheyrandi umferð vegfarenda yfir og við veginn. Í umhverfismatsskýrslu eru sex valkostir um staðsetningu vegarins til skoðunar og fela þrír valkostir í sér jarðgöng og þrír fela í sér endurbætur á núverandi Hringvegi að einhverjum hluta. Í umhverfismatsskýrslu eru valkostir bornir saman með tilliti til umhverfisáhrifa og markmiða framkvæmdar. Gerð mats á umhverfisáhrifum er í höndum VSÓ Ráðgjafar, sem unnið er fyrir Vegagerðina. # Vegagerðin - Icelandic Road and Coastal Administration

    • No alternative text description for this image
  • Nýlega var undirritaður samningur Nýs Landspítala ehf. við verktakafyrirtækið Eykt um uppsteypu á rannsóknarhúsi Landspítalans við Hringbraut. Undirbúningur uppsteypu er þegar hafinn og hefst uppsteypan sjálf síðar á þessu ári. Rannsóknarhúsið verður á 5 hæðum ásamt kjallara á einni hæð, alls um 17.500 m². Hönnun burðarvirkja hússins var í höndum VSÓ Ráðgjafar en burðarvirkið er úr járnbentri steinsteypu og miðar val á burðarvirki að því að tryggja möguleika á sem mestum breytanleika í starfsemi spítalans. Sjá nánar á https://lnkd.in/eEb_iznT Hönnuðir byggingarinnar eru hönnunarhópurinn Corpus3, sem samanstendur af fyrirtækjunum Basalt, Hornsteinum, Lotu og VSÓ Ráðgjöf. Hlutverk VSÓ í hönnunarhópnum er m.a. hönnun jarðtækni, burðarvirkja og lagnakerfa ásamt verkefnastjórnun hönnunar allra fagsviða.

    • No alternative text description for this image
  • Starfsfólk VSÓ Ráðgjafar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs, með kærri þökk fyrir samstarfið á liðnu ári. Í tilefni jólanna styrkjum við hjá VSÓ nágranna okkar á kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni 1 með framlagi sem skiptir þá máli og kemur án vafa í góðar þarfir. Á kaffistofu Samhjálpar fær utangarðsfólk og aðrir aðstöðulausir morgunkaffi, meðlæti og heita máltíð í hádeginu alla daga ársins og þar eru gefnar yfir 100 þúsund máltíðir á hverju ári. Á milli jóla og nýárs verður skrifstofa VSÓ lokuð en við bendum á að hægt er að nálgast símanúmer og netföng starfsfólks á heimasíðu okkar www.vso.is. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 8:30. Jólakveðjur, Starfsfólk VSÓ.

    • No alternative text description for this image

Similar pages